SFS logo
Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Í raun hefur fjárfesting í greininni ekki verið meiri en á undanförnum árum ef skoðað er ríflega 30 ára tímabil, eða allt frá því að upphafleg lög um stjórn fiskveiða tóku gildi. Fjárfestingar hafa bæði verið í nýjum sparneytnari skipum og vinnslum sem eru búnar hátæknivélum, sem oftar en ekki eru íslenskt hugvit og smíð. Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar í alþjóðlegri samkeppni, stuðlað að aukinni verðmætasköpun og treyst áframhaldandi atvinnu hér á landi. Árangur fyrirtækjanna við að m...