SFS logo
Margir gætu haldið, miðað við fregnir af stórauknum umsvifum í fiskeldi hér á landi, að Ísland sé orðið umsvifamikið í fiskeldi á heimsvísu. Það er öðru nær og er nærtækt að nefna Færeyjar og Noreg til samanburðar. Þrátt fyrir að fiskeldi á Íslandi hafi stóreflst undanfarin ár, einkum laxeldi, þá er framleiðslan mun minni en í Færeyjum og dropi í hafi miðað við Noreg. Á árinu 2020, sem er stærsta ár Íslandsögunnar í framleiðslu og útflutningi á eldislaxi, voru flutt út rúmlega 24 þúsund tonn af eldislaxi. Sama ár fluttu frændur okkar í Færeyjum út rúmlega 59 þúsund tonn af laxaafurðum, eða ríflega tvöfalt meira en Íslendingar.