SFS logo
Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 2,6 milljörðum króna í maí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í mánuðinum. Miðað við sama mánuð í fyrra er um 54% aukningu að ræða í krónum talið. Gengi krónunnar var um 6% sterkara nú í maí en í maí í fyrra og er aukningin því nokkuð meiri í erlendri mynt, eða 63%. Þetta er stærsti maímánuður frá upphafi hvað verðmæti útfluttra eldisafurða áhrærir. Þetta má sjá í tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær.