Útflutningsverðmæti eldis- og landbúnaðarafurða nam samanlagt 4,8 milljörðum króna í desember samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru í morgun. Það er 75% aukning í krónum talið frá desember 2019 en um 58% aukning í erlendri mynt. Þar sem um er að ræða fyrstu bráðabirgðatölur um vöruskipti í desember, liggur ekki fyrir sundurliðun á útflutningsverðmætum eldis- og landbúnaðarafurða, einungis samanlagt verðmæti þeirra. Á síðustu árum hafa verið fluttar út landbúnaðarafurðir fyrir tæpan einn milljarð króna að jafnaði í desember. Hafi útflutningsverðmæti landbúnaðarafurða verið á svipuðu róli í desember 2020, ...